top of page

Richter kvarðinn

Richterkvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Kvarðinn var fundinn af bandaríska jarðskjálftafræðingnum Charles F. Richter sem þróaði hann upp á fjórða áratugnum. Kvarði hans byggist á hámarkssveifluvídd í ákveðinni gerð jarðskjálftamæla í 100 km fjarlægð  frá upptökum skjálftans. Stigafjöldi skjálfta miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem losnar úr læðingi í skjálftanum. Stærð jarðskjálfta er gefin upp sem tala með einum aukastaf. Kvarðinn er byggður á logra með grunntölunni 10 en það þýðir að tíföldun á mældri sveifluvídd jafngildir hækkun um eitt stig.

 

 


Mercalli kvarðinn

Mercalli kvarðinn er annar kvarði sem notaður er til að mæla jarðskjálfta. Þessi kvarði er frá 0 til 12. Hann gefur til kynna áhrif skjálftans á mismundandi svæðum og er háður fjarlægð frá upptökum hans. Til að sjá niðurstöður kvarðans eru teiknuð kort sem sýna hvernig áhrifin dvína með fjarlægð.

bottom of page