top of page

Flóðbylgjur

Flóðbylgja er í einfaldri merkingu sinni stór bylgja sem að skellur á land og orsakar einskonar flóðástand. Alveg eins og orðið gefur til kynna. Til að skapa þetta flóðarástand þurfa bylgjurnar ekki endilega að vera mjög stórar og geta verið af öllum gerðum. En þær stærstu bera nafnið tsunami en þær eru þekktar fyrir að valda hryllingi og dauða.

​​Tsunami

Tsunami



Tsunami er mjög sérstök bylgja sem orsakast aðallega vegna jarðskjálfta eða skyndilegs framhlaups neðansjávar. Einnig getur tsunami komið vegna tilstilli loftsteina, skriðufalla, eldsumbrota, neðarsjávarsprenginga og snjóflóða. Slíkar flóðbylgjur verða til við lóðréttar hreyfingar á sjávarbotninum eða við tilfærslu á massa sem leiða til þess að vatn kemst að hreyfingu.  Þessi bylgja getur ferðast langar leiðir á miklum hraða á yfirborði hafsins. Bylgjulengdin í tsunami er mikil en bylgjuhæðin lítil þannig að á opnu hafi verður bylgjunnar tæpast vart en þegar hún komur á grynnra vatn vex ölduhæðin gríðarlega. Stundum myndast risastór flóðbylgja, allt að 30 metrar að hæð, sem getur valdið gríðarlegu tjóni þegar hún brotnar á ströndinni. Tsunami er alþjóðlega orðið yfir slíka flóðbylgju og er dregið úr japönsku. Á japönsku þýðir orðið „bylgja í höfn“ en á Íslandi hafa vísindamenn oftast notað orðið sjávarskafl.  
Slíkar flóðbylgjur geta verið risastórar og ollið miklu tjóni ef þær falla á mannabyggð.

bottom of page